Gönguferð á Orrustuhól

Fyrsta gönguferðin á vegum ferðanefndar Ferðamálafélags Skaftárhrepps þetta sumarið verður í kvöld þegar gengið verður á Orrustuhól.

Mæting er við Skaftárskála kl. 19:00 og sameinast í bíla. Rannveig Bjarnadóttir mun sjá um leiðsögn. Göngugjald er 500 krónur.

Félagið mun standa fyrir tveimur gönguferðum á mánuði í sumar. Ferðanefndina skipa Ólöf Ragna Ólafsdóttir, Unnur Magnúsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir.