Göngudagur Ingólfs

Göngudagur umf. Ingófs í Holtum verður haldinn í dag en gengið verður af stað frá sundlauginni á Laugalandi kl. 15:00.

Gengið verður að skógræktarreit félagsins í landi Nefsholts og tekur gangan um 30 mín hvora leið. Þar munu þátttakendur gróðursetja nokkrar trjáplöntur. Að lokinni göngu verða vígð ný útiborð.

Veitingar verða í boði félagsins. Allir velkomnir.

Fyrri greinHafa áhyggjur af málefnum Heilsustofnunar
Næsta greinFræðslusýning í Skaftárstofu