Góð jólagjöf frá Karlakór Selfoss í Sjóðinn góða

Þórir Haraldsson, gjaldkeri karlakórsins, afhenti sr. Guðbjörgu Arnardóttur, sóknarpresti í Selfosskirkju framlagið í Sjóðinn góða í kvöld. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Það var mögnuð stund þegar Karlakór Selfoss hélt seinni jólatónleika sína fyrir troðfullri Selfosskirkju í kvöld.

Aðgangur að tónleikunum var ókeypis en tekið við frjálsum framlögum sem runnu í Sjóðinn góða. Kórinn hélt tónleika í Skálholti í síðustu viku undir sömu formerkjum og á tónleikunum tveimur söfnuðust rúmlega 260 þúsund krónur sem kórinn afhenti sjóðnum eftir tónleikana í kvöld.

Tónleikagestir í Selfosskirkju gerðu góðan róm að söng kórsins, enda var efnisskráin fjölbreytt, bæði létt og hátíðleg en kvöldið náði hámarki þegar kórinn og kirkjugestir sungu saman Heims um ból áður en haldið var út í nóttina.

Karlakór Selfoss í Selfosskirkju í kvöld. sunnlenska.is/Guðbjörg H. Sigurdórsdóttir
Kirkjan öll söng Heims um ból í lok tónleikanna. Ljósmynd/Grétar Guðmundsson
Fyrri greinAtvinnubílstjórar þurfa að skoða ökuskírteinin sín
Næsta greinÞrjú HSK met á Gaflaranum