Gnúpverjar leika Gauk á Stöng

Ungmennafélag Gnúpverja hyggst setja á svið leikverk eftir Vilborgu Halldórsdóttur byggðu á örlagasögu þeirra Gauks Trandilssonar og Þuríðar á Steinastöðum.

Nú þegar er kominn vísir að leikhópi og hefst leiklestur sunnudaginn 31. október kl. 14 í Þjórsárskóla. Æfingar hefjast í lok janúar á næsta ári og frumsýnt verður fyrir páska 2011.

Ungmenna­félagið er að leita eftir fleiri áhugasömum leikurum og geta áhugasamir haft samband við Sigrúnu í Fossnesi í síma 486-6079 og á fossnes@uppsveitir.is

Fyrri greinÚtlendingar í meirihluta í fyrsta sinn
Næsta greinReyna að halda sömu plöntuframleiðslu