Gnúpverjar frumsýna 10. mars

Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja æfir nú af kappi gleðileikinn Láttu ekki deigan síga Guðmundur, eftir Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur.

Leikstjóri er Vilborg Halldórsdóttir, en hún leikstýrði einnig Gaukssögu sem UMFG setti upp árið 2011 við góðan orðstír.

Láttu ekki deigan síga Guðmundur, er í senn gamanleikur, ádeila og söngleikur.

Tónlistarstjóri er Þorbjörg Jóhannsdóttir og henni til aðstoðar eru Hjörtur Bergþór Hjartarson og Karl Hallgrímsson.

Leikendur eru 14 og eru nokkrir nýliðar þar á meðal. Frumsýning er áætluð þann 10. mars.