Gleðistundum að Kvoslæk frestað

Kvoslækur. Ljósmynd/Aðsend

Gleðistundum sem fyrirhugaðar voru að Kvoslæk í Fljótshlíð 22. og 29. ágúst næstkomandi verður frestað til sumarsins 2021 vegna COVID-faraldursins.

Næstkomandi laugardag átti Jóhann Ísak Pétursson að flytja erindi um náttúru við Markarfljót og 29. ágúst stóð til að halda tónleika með verkum Schubert og Brahms.

Rut og Björn, húsbændur að Kvoslæk, hafa frestað þessum viðburðum til næsta sumars og segja í tilkynningu að þau vonist til að sjá sem flesta að ári.