Gleðistundir hefjast aftur að Kvoslæk

Jón Bjarnason, Margrét Stefánsdóttir og Jóhann I. Stefánsson. Ljósmynd/Aðsend

Eftir tvö sumur þar sem hætta þurfti leik á miðju sumri vegna samkomutakmarkana er nú boðað til Gleðistunda að Kvoslæk í Fljótshlíð á nýjan leik.

Fyrstu tónleikarnir verða sunnudaginn 26. júní kl. 15.00, undir yfirskriftinni Íslenskar söngperlur mæta barokki og rómantík. Þar koma fram Margrét Stefánsdóttir söngkona, Jóhann I. Stefánsson trompetleikari og Jón Bjarnason píanóleikari.

Á efnisskrá þeirra verða þekkt verk bæði íslensk og erlend m.a. Lindin eftir Eyþór Stefánsson og Úr fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson, Panis Angelicus eftir César Franck og Summertime eftir Gershwin.

Þrír aðrir viðburðir verða að Kvoslæk í sumar. Laugardaginn 16. júlí mun Arndís S. Árnadóttir fjalla um Ámunda smið, laugardaginn 13. ágúst segir Jóhann Ísak Pétursson frá mótun lands við Markarfljót og sunnudaginn 28. ágúst halda Rut og vinir hennar dagstund með Schubert og Brahms.

Fyrri greinSamfélag án fordóma
Næsta greinÍbúar Árborgar orðnir 11 þúsund