Gleðistundir hefjast að Kvoslæk

Kvoslækur. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta gleðistundin í röðinni Gleðistundir að Kvoslæk 2020 verður næstkomandi sunnudag, þann 21. júní í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.

Þá munu systurnar Signý Sæmundsdóttir, söngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanóleikari, flytja þekkt íslensk og erlend lög, meðal ananrs eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur í Bjálmholti.

Þetta er fyrsta gleðistundin af fjórum en meðal annarra viðburða í sumar má nefna erindi Friðriks Erlingssonar um Sæmund fróða í júlí og kammertónleika í lok ágúst.

Fyrri greinHef aldrei verið harðákveðin með neitt
Næsta greinHornafjörður segir upp samningi um rekstur hjúkrunarheimilis