Glanni Glæpur á sviðinu í Hveragerði

Leikfélag Hveragerðis frumsýnir á morgun leikritið Glanni Glæpur í Latabæ eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson í Leikhúsinu Austurmörk 23.

Söngtextar í sýningunni eru eftir Karl Ágúst Úlfsson og tónlistin eftir Mána Svavarsson. Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.

Þegar hafa verið auglýstar sex sýningar, á laugardögum og sunnudögum fram í febrúar.

Fyrri greinStefán Árni nýr forstjóri Límtré Vírnets
Næsta greinGummi Tóta og Fannar Freyr með tvö lög í Söngvakeppninni