Gjörningur og listamannaspjall á lokadegi sýningar

Jakob Veigar Sigurðsson

Á morgun, föstudaginn 22. desember, verður haldið upp á sýningarlok í Listasafni Árnesinga í Hveragerði með listamannaspjalli við Jakob Veigar Sigurðsson og tónlistarviðburði Saleh Rozati frá Íran.

Saleh mun flytja gjörning á hefðbundna persneska Daf trommu við undirleik eigin hljóðgjörnings. Súfisimi er hin dulpekilega hlið á Íslams og er tónlistin notuð til þess að falla í trans með dansi og komast þannig nær guði. Fólki er velkomið að upplifa gjörningin með því að dansa með.

Jakob Veigar starfar og býr í Vínarborg en er uppalinn í Hveragerði. Hann fetaði fremur seint inn á veg myndlistarinnar eftir að hafa snúið baki við byggingariðnaðinum og snúið sér að myndlist. Jakob hefur á ferðalögum á framandi slóðir m.a annars Indland og Íran notað myndlistina til að dýpka skilning og tengingu við framandi menningu.

Sýningin Megi hönd þín vera heil, er saga af ferðalagi frá Íslandi til Írans. Saga af listamanni sem elti ástina á milli heimsálfa á tímum heimsfaraldurs. Ferðalag til einnar af elstu menningu veraldar þar sem hann fann hluta af sjálfum sér í landslagi töluvert frábrugðið hans eigins. Saga af ást sem glataðist, á meðan hann safnaði sögum og efni frá hirðingjum og handverksfólki um allt Íran. Allt frá skítugum mottum, ómetanlegum vefnaði og útsaum sem hann notar til að skapa sína persónulegu og einstöku veröld.

Ókeypis aðgangur er að safninu eins og áður og öll velkomin.

saLeh roZati
Fyrri greinÞegar Steingrímur Hermannsson „varð ljóslaus“
Næsta greinÁlfrún Diljá dúxaði í FSu