Gísli Freyr valinn söngvari Músiktilrauna

Gísli á sviðinu á undankvöldi Músíktilrauna. Ljósmynd/Músíktilraunir

Gísli Freyr Sigurðsson söngvari hljómsveitarinnar Slysh frá Hveragerði var valinn söngvari Músíktilrauna 2023 en úrslitakvöldið fór fram í Hörpu í kvöld.

Slysh var ein tíu hljómsveita og tónlistarmanna sem komst á úrslitakvöldið en salurinn kaus hljómsveitina áfram á þriðja undankvöldinu fyrr í vikunni.

Drengirnir í Slysh stóðu sig með prýði á sviðinu í kvöld, dyggilega studdir af fjölda aðdáenda í salnum.

Blackmetal hljómsveitin Vampíra frá Reykjavík fór með sigur af hólmi í keppninni í ár og sunnlenska hljómsveitin Fókus, sem sigraði í fyrra, kom fram á úrslitakvöldinu og gerði gott mót.

Fyrri greinÁrborg skoraði átta – KFR vann nauðsynlegan sigur
Næsta greinGuðmunda sæmd silfurmerki HSK