Gísli á Uppsölum var eftirminnilegur

Sigurður Jónsson.

Sigurður Jónsson í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum svaraði nokkrum jólaspurningum fyrir sunnlenska.is.

Hvort ertu meiri skröggur eða jólaálfur? Allan daginn meiri Skröggur.

Uppáhalds jólasveinn? Kjötkrókur.

Uppáhalds jólalag? Ó helga nótt.

Uppáhalds jólamynd? Það var minnisstætt þegar ég sá í Ríkissjónvarpinu viðtalið hans Ómars Ragnarssonar við Gísla á Uppsölum. Það var sýnt á jólunum árið 1981. Annars horfi ég lítið á bíómyndir.

Uppáhalds jólaminning? Eplalyktin úr eplakassanum sem kom úr kaupstaðnum fyrir jólin.

Uppáhalds jólaskraut? Músastigarnir úr kreppappírnum sem héngu uppi í stofuloftinu í gamla bænum.

Minnistæðasta jólagjöfin? Þegar ég var 10 ára fékk ég armbandsúr frá föðurbróður mínum sem var nýkomin frá Kanarý.

Hvað finnst þér ómissandi að gera fyrir hver jól? Að baka mömmukökur með miklu kremi.

Hvað er í jólamatinn? Væn flís af feitum sauð.

Ef þú ættir eina jólaósk? Að allir eigi gleðileg jól.

Fyrri greinBjörgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn í Þingvallasveit
Næsta grein„Í þessum bransa gildir almennt að segja bara já og finna svo út úr því“