Gísli á Uppsölum í Gamla-bankanum

Einleikurinn “Gísli á Uppsölum” verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi að Austurvegi 21, föstudaginn 28. apríl kl. 20:00.

Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni, en Elfar leikur. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson og Gretti.

Boðið verður upp á umræður að sýningu lokinni um sýninguna og efni hennar.

Miðaverð er 3500 kr, húsið mun opna kl. 19:30 og gengið er inn að norðanverðu.

Fyrri greinAukin eftirspurn eftir lóðum í Ölfusi
Næsta greinNý músík og ný ljóð í Bókakaffinu