Gestagangur í Shell-Skálanum

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Shell-Skálann á Stokkseyri um helgina til þess að skoða nýjasta tölublaðið af Séð oog jarmað sem kom út á bóndadaginn.

Dæmi eru um að menn hafi gert sér ferð úr Reykjavík til þess að koma og skoða þetta 1. tölublað ritsins á árinu 2012 og jafnframt að heimsækja vini og ættingja á Stokkseyri.

Dæmi um slíkt er Sigurður Petersen og Alexander Sigfússon sem eru á myndinni er þeir sátu og stóðu fund sem sérstakir gestir Öldungaráðs Hrútavinafélagsins Örvars, sem er útgefandi Séð og jarmað.

Fyrri greinNorðurljósadans í Mýrdalnum
Næsta greinStruku frá Lækjarbakka