Gengið í Gránunes

Menningarklasinn Upplit stendur fyrir gönguferð í dag frá Gíslaskála í Svartárbotnum í Gránunes.

Lagt er af stað frá Gíslaskála kl. 13 og er áætlað að gangan taki 3-4 tíma. Til að komast í Gránunes þarf að vaða Svartá og þurfa þátttakendur að vera við því búnir.

Gránunes er einstakur staður frá náttúrunnar hendi. Þar er gömul fjárrétt og staðnum tengjast ótal sögur allt frá dögum Reynistaðabræðra. Leiðsögumaður verður Jón Karlsson í Gýgjarhólskoti.

Að göngu lokinni bjóða staðarhaldarar í Svartárbotnum upp á kaffi og kökur í Gíslaskála.

Fyrri greinNeyðarlínan tilkynnti lögreglu ekki bílslys
Næsta greinRanarokk endurvakið í dag