Gengið að Fljótsbotni í kvöld

Þriðja sumarið í röð stendur Ferðamálafélag Skaftárhrepps fyrir gönguferðum með leiðsögn um valda staði í hreppnum.

Ferðirnar eru á miðvikudagskvöldum og laugardögum, og allir eru velkomnir!

Fyrsta ferðin er í kvöld en þá verður gengið að Fljótsbotni í Meðallandi.

Göngustjóri er Ingibjörg Eiríksdóttir en Kjartan Ólafsson mun taka á móti hópnum og segja frá staðháttum.

Mæting er við Skaftárskála kl. 18 (Botnaafleggjara kl. 18:20).

Fyrri greinFengu verðlaun fyrir tóbakslausan bekk
Næsta greinÓánægja með skertan opnunartíma heilsugæslunnar