Galdrakarlinn í OZ á Sólheimum

Leikfélag Sólheima frumsýnir Galdrakarlinn í OZ í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum á sumardaginn fyrsta.

Stór og flottur hópur íbúa Sólheima og nágrennis hefur á síðustu vikum æft þetta skemmtilega leikrit.
Sagan af Galdrakarlinum í Oz var fyrst gefin út árið 1900 og er skrifuð af L. Frank Baum. Árið 1902 er settur upp söngleikur byggður á sögunni og 1939 kemur hin fræga kvikmynd út með Judy Garland í aðalhlutverki. Verkið hefur marg oft verið sett upp út um allan heim og í fjölmörg skipti hér á íslandi, í mismunandi leikgerðum. Leikgerðin sem stuðst er við á Sólheimum er skrifuð af Ármanni Guðmundssyni og var sett upp af Leikhópnum Lottu árið 2008.
Með leikstjórn verksins fer Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson. Frumsýning verður að venju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl kl 15:00.
Opið verður í kaffihúsinu Grænu könnunni og versluninni Völu.
Fyrri greinVortónleikar Karlakórs Selfoss framundan
Næsta greinFjölmörg verkefni í farvatninu