Gæsahúð og góðar minningar

Hr. Eydís og söngkonan Erna Hrönn kynna í dag eina af ástsælustu ballöðum ’80s tímabilsins, Alone með Heart.

Lagið var samið af Billy Steinberg og Tom Kelly og kom fyrst út með dúóinu i-Ten árið 1983 en Alone vakti þó ekki mikla athygli fyrr en Heart tók það upp fjórum árum síðar. Alone fór beint á topp Billboard-listans árið 1987 og hefur síðan þá orðið eitt af stærstu lögum tímabilsins með sinni eftirminnilegu uppbyggingu, tilfinningaþrungnu laglínu og klassískri ’80s dramatík.

Hr. Eydís hefur tekið lagið upp áður en þessi útgáfa er tekin upp í lifandi flutningi á tónleikum sveitarinnar fyrir troðfullum sal í Háskólabíó.

„Það eru ákveðin lög sem halda alltaf velli og Alone er eitt þeirra. Þetta er lag sem byggir sig hægt upp og leyfir röddinni að gera sitt. Það var alveg magnað að fá að flytja það í Háskólabíói,“ segir Erna Hrönn.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Hr. Eydís á Tik Tok

Fyrri greinEva María í 15. sæti á EM U23
Næsta greinEr að reyna að læra að ropa