Gæsahúð frá Palla og Stuðlabandinu

Stuðlabandið frá Selfossi hefur fyrir löngu sannað sig sem besta ballhljómsveit landsins um þessar mundir. Strákarnir hafa verið duglegir við að birta myndbönd frá tónleikum sínum og frumsýndu eitt slíkt í síðustu viku.

Þar er hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki en Stuðlabandið og Palli lokuðu bæjarhátíðinni Í túninu heima í Mosfellssveit með látum í sumar og þar var myndbandið tekið upp.

Fannar Freyr Magnússon sá um hljóð- og myndvinnslu og Eiríkur Þór Hafdal um myndatöku en Marinó Geir Lilliendahl stjórnaði upptökum.

Það er föstudagur – klukkan er sex – og kominn tími til að hækka í græjunum!

Fyrri greinSaga ráðin tímabundið til Rangárþings ytra
Næsta greinGul viðvörun: Snjókoma og lélegt skyggni á laugardagskvöld