Fyrirlestur um rannsóknir á skemmdum í mannvirkjum

Í dag kl. 15 mun dr. Todor Zhelyazov frá byggingaverkfræðideild háskólans Lyuben Karavelov í Sofíu, Búlgaríu, halda fyrirlestur í Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði að Austurvegi 2a á Selfossi.

Í fyrirlestrinum mun dr. Zhelyazov gera grein fyrir rannsóknum á skemmdum í mannvirkjum og notkun tölvulíkana sem taka mið af ólínulegum efniseiginleikum við rannsóknir á þeim.

Í stað þess að nálgast viðfangsefnið á hefðbundinn hátt innan ramma brotfræðinnar (fracture mechanics) þá beitir hann aðferðum samfelldaraflfræði skemmda (continuum damage mechanics), CDM.

Kynnt eru undirstöðuatriði og helstu hugtök CDM sem og notkun ólínulegra efnislíkana innan ramma CDM. Sýnt er hvernig CDM er beitt við svörunargreiningu byggingareininga þar sem lögð er áhersla á uppsöfnun skemmda, myndun sprungna og sprunguvöxt sem leitt getur til brots.

Fyrri greinFH-ingar fljótir að refsa
Næsta greinVarað við ferðum við íshelli