Fýlaveisla á fyrsta vetrardegi

Vík í Mýrdal. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Hin árlega og ómissandi fýlaveisla Skaftfellingafélagsins í Reykjavík verður í Skaftfellingabúð fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október og hefst með borðhaldi kl. 20.

Húsið verður opnað upp úr kl. 19.

Að venju verður borinn fram saltaður fýll úr Mýrdalnum, veiddur af Tryggva Ástþórssyni og verkaður undir vökulum augum Málfríðar Eggertsdóttur.

Auk þess verður boðið upp á hangikjöt og meðlæti. Inga Jóna Sigfúsdóttir matreiðir herlegheitin sem fyrr með aðstoð Rósu frá Eyjarhólum.

Sögumaður Baldur Óskarsson frá Vík. Hilmar Sverrisson leikur fyrir dansi.

Miðapantanir til og með 22. október. Hákon (821 2115) og Helgi (899 4818). Aðgangur kr. 6.500.

Fyrri greinStórleikur í Vallaskóla í kvöld
Næsta greinKaflaskiptur leikur hjá Hamri