Fuglasýning í Listagjánni

Bókasafn Árborgar á Selfossi sýnir nú fuglamyndir eftir Jóhann Óla Hilmarsson í Listagjánni vegna endurútgáfu Íslenska fuglavísisins.

Jóhann Óli, náttúruljósmyndari á Stokkseyri, hefur m.a. gert metsölubækurnar Lundann og Íslenskan fuglavísi og hafa þær báðar verið þýddar á ensku og þýsku. Ljósmyndir hans hafa birst í bókum, á frímerkjum, í blöðum, tímaritum og á sýningum um allan heim.

Jóhann Óli er formaður Fuglaverndar og hefur verið í forsvari fyrir Friðlandið í Flóa.

Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins og stendur til 31. ágúst og er sölusýning.

Fyrri greinSýning fyrir börn á öllum aldri
Næsta greinHeiðurstónleikar Jan Johansson