Frjálsleg, frussandi og flæðandi myndlistarnámskeið

Íris Lind Sævarsdóttir.

Íris Lind Sævarsdóttir, listamaður og listmeðferðarfræðingur, dvelur þessa dagana í listamannadvöl í Varmahlíð í Hveragerði. Hún mun í vikunni leiðbeina og kenna á pop-up námskeiðum, bæði fyrir börn og fullorðna en námskeiðin eru samstarf á milli Listasafns Árnesinga og Hveragerðisbæjar.

Á miðvikudag og fimmtudag, frá klukkan 15-17 verður frjálslegt og flæðandi pop-up námskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára í garðinum hjá Listasafni Árnesinga. Foreldrar og forráðamenn eru líka velkomnir en á námskeiðinu verður unnið með mismunandi efnivið og tækni til að fanga náttúruna innra með okkur og náttúruna í umhverfinu. Þátttakendur eiga að koma klæddir eftir veðri og hafa með púða eða sessu til að sitja á.

Á fimmtudagskvöld kl. 19 til 20:30 verður svo frussandi flæði í Fossaflöt en um er að ræða pop-up örnámskeið fyrir fullorðna. Þar verður skapandi flæði þar sem unnið er með vatnsliti, olíupastel og blýant og aðferðin hentar öllum og engin kunnátta er nauðsynleg, bara forvitni og gleði. Allur efniviður er á staðnum en þátttakendur eru beðnir um að koma vel klæddir með garðstóll eða púða til að sitja á og ekki er verra að hafa eitthvað heitt á brúsa.

Fyrri greinHimininn er nálægt þér
Næsta greinEimskip og Kótelettan endurnýja samstarfssamning