Frjálsíþróttamessa á sumardaginn fyrsta

Selfosskirkja og frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss efna til frjálsíþróttamessu á sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 11.

Fjöldi ungra iðkenda kemur fram og sýnir listir sínar. Þjálfari og tveir iðkendur flytja stutt innlegg. Sungnir verða sumarsálmar við undirleik Editar Molnár.

Bænablöðrum verður sleppt út í sumarið við messulok. Eftir messu verður boðið upp á grillaðar pylsur og svaladrykk og molasopa.

Ektagóð samvera fyrir alla fjölskylduna til að fagna sumarkomu – allir velkomnir!

Fyrri greinAndvíg kaupum á Sigtúni
Næsta greinMikil hætta á ferðum við Markarfljót