Frestað annað árið í röð

Kvoslækur. Ljósmynd/Aðsend

Gleðistundinni með Brahms og Schubert, sem fyrirhuguð var í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð sunnudaginn 22. ágúst, verður frestað vegna COVID-takmarkana.

Á þessum tónleikum sem líka varð að fresta í fyrra ætluðu Rut Ingólfsdóttir og vinir hennar að flytja frábær verk eftir Brahms og Schubert, m.a. Silungakvintettinn.

Í tilkynningu frá Rut segir að vonandi verði hægt að halda tónleikana að ári.

Fyrri greinRagnarsmótið hefst á þriðjudag
Næsta greinFjögurra marka tap á Framvellinum