Frelsi einstaklingsins í Listagjánni

Hörður Franz Vestmann. Ljósmynd/Guðfinnur Þorvaldsson

Á fimmtudag opnar ný sýning í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi eftir tvítugan myndlistarnema. Hann heitir Hörður Frans Vestmann og sýningin ber heitið „Frelsi einstaklingsins“.

Hörður Frans er nýfluttur aftur hingað á sínar heimaslóðir í Árborg en þetta er hans fyrsta einkasýning.

Myndirnar eru flest allar málaðar á þessu ári en Hörður hefur undanfarið verið að vinna með hugtakið frelsi og hefur þróað sín góðu og áreiðanlegu vinnubrögð út frá hugmyndum um frelsi einstaklingsins. Sýningin í Listagjánni verður opin á sama tíma og safnið út ágústmánuð.

Bókatröppurnar
Föstudaginn 8. ágúst verður bókamarkaður á tröppum safnsins, en það er gjörninga-samstarf hjá Bókasafninu og Rakel Sif Ragnarsdóttur listakonu sem vinnur þar og þetta er þriðja árið sem það fer fram.

Fyrri greinFjörutíu manns frá Kanada mæta á ættarmót á Flúðum
Næsta greinMikill erill á HSU um verslunarmannahelgina