Fræðsla um hinsegin málfar og nýyrði

Bókasafn Árborgar. Ljósmynd/Árborg

Í tilefni Hinsegin viku í Sveitarfélaginu Árborg fær Bókasafn Árborgar Selfossi heimsókn frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur sem er málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins.

Hún fræðir forvitna gesti um hinsegin málfar og nýyrði í íslensku nútímasamfélagi fimmtudaginn 19. janúar klukkan 17. Hvað er eikynhneigð? Kynsegin? Á að segja allir eða öll?

Anna Sigríður er málfræðingur að mennt og var um árabil lektor í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Anna Sigríður Þráinsdóttir.
Fyrri greinGuðmundur og Höskuldur sigruðu í tvímenningnum
Næsta greinEfla viðbragð og upplýsingagjöf vegna mögulegrar flóðahættu