Frábær tónlistarveisla og fjör á Blómstrandi dögum

Blómstrandi dagar í Hveragerði. Mynd úr safni.

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður haldi í Hveragerði 17. – 20. ágúst. Þar verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og margt í boði. Markaðstorg með grænmeti, handverki og bókum ásamt fjölbreyttum sýningum eru áberandi.

Fjölskyldudagskrá verður í Lystigarðinum þar sem koma fram tónlistarmenn úr bænum, Hljómlistarfélag Hveragerðis, Vegan klíkan, Björgvin Frans og Bíbí, Diskótekið Dísa og Leikhópurinn Lotta.

Síðan má skemmta sér í veltibílnum, aparólu, vatnabolta, bubble bolta, tívolí o.fl.

Ísdagurinn hefur mikið aðdráttarafl en það verður gaman að smakka allskyns furðubrögð og fleiri tegundir þegar Kjörís heldur sína árlegu hátíð en þar verður einnig skemmtidagskrá á sviði og kraftakeppni með Hjalta Úrsus.

Vönduð tónlistardagskrá verður alla dagana þar sem m.a. Ágústa Eva, Jónas Sig og Ritvélarnar og Hörður Torfason koma fram.

Hin árlega brenna og brekkusöngur verður í Lystigarðinum á laugardagskvöldinu og stórglæsileg flugeldasýning sem engin má missa af.

Hljómsveitin Made in Sveitin leikur á Blómadansleiknum.

Það er tilvalið að heimsækja bæinn og njóta þess sem er í boði og Hvergerðingar bjóða alla velkomna.

Fyrri greinHamar sigraði í markaleik
Næsta greinHvetja Íbúðalánasjóð til að fresta sölu íbúða í leigu