Frábær stemmning í Menningarverstöðinni

Fjölmenni var í Menningarverstöðinni á Stokkseyri í gærkvöldi, á tólfta degi jóla, þegar þjóðleg móttaka að hætti Hrútavina var fyrir tónlistarmanninn Sigga Björns, leiðtoga Hrútavinadeildarinnar í Þýskalandi.

Gestgjafar voru Elfar Guðni Þórðarson, listmálari í Svartakletti og Helga Jónasdóttir kona hans. Um matseldina sáu Jóna Guðrún Haraldsdóttir og Þórður Guðmundsson.

Frábær stemmning var með tali og tónum gesta og í lokin veglegu bókahappdrætti frá Vestfirska forlaginu.

M.a var rifjað var upp að Hrútavinafélagið Örvar varð til upp úr heimsókn Sigga Björns, Árna Benediktssonar og Ingólfs Björnsssonar á Stokkseyri haustið 1999 og óvissuferð á Hrútasýningu upp að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna.

Myndir frá kvöldinu má sjá á flateyri.is