Fræðsluerindi um epla-og ávaxtatré

Fræðsluerindi um epla-og ávaxtatré verður haldið í kvöld, miðvikudaginn 17.nóvember kl 20:30, að Gömlu Borg í Grímsnesi.

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur heldur erindi um ræktun ávaxtatrjáa; tegundir og yrki af eplum, plómum, perum, súr- og sætkirsuberjum sem dafna hér á landi.

Aðgangseyrir 800 kr með kaffi. Það er Garðyrkjufélag Íslands sem stendur fyrir samkomunni og eru allir hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinHerjólfur á Facebook
Næsta greinEldvötn efla vitund almennings