Fræðsla um líffræðilega fjölbreytni

Hildur Vésteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, mun fjalla um líffræðilega fjölbreytni á fyrirlestri í Sesseljuhúsi á Sólheimum kl. 13 í dag.

Í fyrirlestrinum fjallar hún um mikilvægi þess að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni, samninga, markmið og ógnir en árið 2010 er alþjóðlegt ár líffræðilegrar fjölbreytni. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.