Föstudagurinn langi í Selfosskirkju

Að venju verður heilmikil dagskrá í Selfosskirkju á föstudaginn langa. Lestur passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar hefst kl. 13.

Tíu karlar og konur úr söfnuðinum skipta með sér lestrinum. Umsjón hefur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Um kvöldið kl. 20 verður kyrrðarstund við krossinn. Lesið úr píslarsögu guðspjallanna, kirkjukórinn syngur föstusálma, Sigurgeir Hilmar les sjö or Krists af krossinum. Gengið er út í myrkri. Áhrifarík og notaleg stund. Umsjón: Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir og Jörg Sondermann.

Sjáumst í kirkjunni á föstudaginn langa – allir velkomnir!

Fyrri greinFréttaþjónusta um páskana
Næsta greinStaður fyrir gesti og gangandi