Föstudagslagið: Tár fyrir fár

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á YouTube.

Head Over Heels með þeim Roland og Curt í Tears For Fears er föstudagslagið með Hr. Eydís.

„Við vorum sammála um það að þetta sé eitt af þeirra bestu lögum þó það hafi ekki orðið eins þekkt og t.d. Everybody Wants To Rule The World. Það er einhver dýpt í laginu sem gerir það, já kannski að gáfumannapoppi eins og það var kallað á þeim tíma. Píanólínan, stökkin upp í falsetturnar, grípandi viðlag… já, þetta hefur allt að bera en er eflaust ekki eins aðgengilegt og önnur lög þeirra. Tears For Fears sögðu lagið hins vegar einfalt ástarlag, við vitum ekki alveg með það,“ segja strákarnir í Hr. Eydís.

Laginu gekk þó vel á sínum tíma, fór hæst á Bretlandseyjum í 12. sæti og upp í 3. sæti í Bandaríkjunum. Þess má geta að Tears For Fears eru enn að gefa út plötur og túra. Fyrir utan fyrrnefnd lög eru lagið Shout eflaust einnig eitt af þeirra stærstu lögum.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

 

Fyrri greinGríðarleg eftirspurn eftir tvískiptum tunnum
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys á Laugarvatnsvegi