Föstudagslagið: Mannætan New York!

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Föstudagslagið í dag með Hr. Eydís er með þeim félögum Hall & Oates frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Lagið Maneater kom út í október árið 1982 og er af plötunni H2O sem varð stærsta plata þeirra félaga og seldist í milljónavís.

Þess ber að geta að þeim félögum er illa við nafnið Hall & Oates, þeir vilja kalla dúóið Daryl Hall & John Oates. Styttri útgáfan af nafninu hefur þó loðað við þá síðan þeir leigðu saman íbúð í upphafi ferils síns og merktu póstkassann sinn Hall & Oates. Þeir félagar stefndu árið 2015 haframjölsfyrirtækinu „Haulin’ Oats“ og fyrirtækið svaraði stefnunni með því að bjóða viðskiptavinum sínum afsláttarkóðann „SAYITISNTSO“, sem er vísun í annað lag þeirra félaga Say It Isn’t So.

En aftur að Maneater, það var í upphafi útsett sem reggílag en þeim félögum fannst e-ð vanta í það. Grúvinu í laginu var þá breytt og allt small saman. Lagið fór upp í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans í desember 1982 og sat þar samfleytt í fjórar vikur, geri aðrir betur. Textinn í Maneater er ekki um konu eins og maður hefði getað haldið, heldur um borgina New York.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Fyrri greinRARIK flytur í glæsilegt húsnæði við Larsenstræti
Næsta greinÖryggismál í brennidepli á fundi Gullna hringborðsins