Föstudagslagið: Hljóp heim til að hlusta

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Föstudagslagið með Hr. Eydís að þessu sinni er lagið Rebel Yell með hinum síunga Billy Idol. Lagið er af samnefndri plötu sem kom út í október 1983. Lagið varð þó í raun ekki almennilega vinsælt fyrr en 1985 þegar það fór upp í sjötta sæti breska vinsældalistans.

„Þetta er sko gamalt uppáhaldslag. Ég hljóp oft heim úr Hagaskóla í hádeginu til að hlusta á Rebel Yell í botni á meðan mamma var í vinnunni,“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari hlæjandi. „Maður dansaði ekki við þetta á skólaböllunum heldur hoppaði, allir hoppuðu!“ bætir Örlygur við.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Fyrri greinSverrir besti varnarmaður Olísdeildarinnar
Næsta greinBrynjar hætti eftir 20 ára formennsku