Forvitnileg sýning í Gallerí Ormi

Þann 23. apríl síðastliðinn var opnuð í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli myndlistarsýningin "Æviskeið Maríu Jónsdóttur í listum".

Sýningin er yfirlitssýning á verkum Maríu Jónsdóttur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, en María fagnaði 93 ára afmæli sínu 15. apríl síðastliðinn.

Á sýningunni er fjöldi verka, unnin með blandaðri tækni: málverk, teikningar, klippimyndir, útsaumur, tréskurður og myndir úr muldu grjóti – svo fátt eitt sé nefnt.

Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð en hún er opin alla daga frá kl. 10 til 17 og stendur til 29 maí.