Forvitnileg sýning í Gallerí Ormi

Þann 23. apríl síðastliðinn var opnuð í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli myndlistarsýningin "Æviskeið Maríu Jónsdóttur í listum".

Sýningin er yfirlitssýning á verkum Maríu Jónsdóttur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, en María fagnaði 93 ára afmæli sínu 15. apríl síðastliðinn.

Á sýningunni er fjöldi verka, unnin með blandaðri tækni: málverk, teikningar, klippimyndir, útsaumur, tréskurður og myndir úr muldu grjóti – svo fátt eitt sé nefnt.

Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð en hún er opin alla daga frá kl. 10 til 17 og stendur til 29 maí.

Fyrri greinVilja hugmyndir almennings
Næsta greinNýir félagar velkomnir