Forsmekkur að jólunum

Vox Populi er hópur ungs fólks sem syngur fjölbreytta tónlist á vegum Grafarvogskirkju. Hópurinn býður til opinnar æfingar í Gömlu Borg í Grímsnesi í dag kl. 17.

Á efnisskrá Vox Populi má nefna sálma, gospel, söngleikjalög og dægurlög.

Hópurinn hefur starfað í ein þrjú ár ætlar hann að eyða helginni í Grímsnesinu í að undirbúa komandi jólatónleika.

Allir sem hafa áhuga á að hlusta á fallega og skemmtilega tónlist í sveitasælunni og fá forsmekk að jólunum eru velkomnir á opnu æfinguna.