Formaðurinn fer fyrir fríðum hópi höfunda

Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands, fer fyrir fríðum hópi rithöfunda sem mæta í Bókakaffið á Selfossi fimmtudagskvöldið 3. desember.

Húsið verður opnað klukkan átta og lestur hefst að vanda klukkan hálf níu. Kakó og kaffi á tilboði, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskráin er sem hér segir:

Guðmundur Brynjólfsson: Líkvaka.

Guðrún Guðlaugsdóttir: Blaðamaður deyr.

Guðrún Sæmundsen: Hann kallar á mig.

Hermann Stefánsson: Leiðin út í heim.

Jóna Guðbjörg Torfadóttir: Ævintýragarðurinn.

Kristín Helga Gunnarsdóttir: Litlar byltingar.

Páll Benediktsson: Loftklukkan.

Fyrri greinHamar varð undir gegn Val
Næsta greinSöngfuglar og kertagerð í listasafninu