Fögnum með grænlenskum höfundi

Grænlenski rithöfundurinn Sørine Steenholdt kynnir bók sína Zombíland í Eymundsson við Austurstræti laugardaginn 3. september klukkan 17-19.

Bókin sem er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016 kemur þennan dag út í íslenskri þýðingu Heiðrúnar Ólafsdóttur. Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi.

Í Zombílandi er enga huggun að finna. Í áleitnum sögum af harðneskjulegum örlögum kynnast lesendur Grænlandi samtímans. Veruleika sem er óþekktur flestum Íslendingum. Hér er á ferðinni samfélagsádeila sem lætur engan ósnortinn. Zombíland hefur fengið lofsamlega dóma í heimalandinu og í Danmörku.

Sørine Steenholdt er fædd í Paamiut á Grænlandi 1986. Hún stundar háskólanám í grænlenskum fræðum við Ilisimatusarfik í Nuuk. Zombíland er fyrsta bók höfundar.

Allir eru velkomnir á kynninguna. Rautt og hvítt, konfekt og kaffi í boði!