Fögnum með Þórði og Sváfni

Bókaútgáfan Sæmundur býður til útgáfuhófs í Safnaðarheimili Grensáskirkju við Háaleitisbraut í Reykjavík miðvikudaginn 14. desember kl. 20-22.

Þar fögnum við útgáfu tveggja nýrra bóka: Mjólk í mat eftir Þórð Tómasson í Skógum og Á meðan straumarnir sungu eftir sr. Sváfni Sveinbjarnarson fyrrverandi prófast á Breiðabólstað.

Höfundar lesa upp og árita, bækur á tilboðsverði. Guðmundur S. Brynjólfsson djákni og rithöfundur stýrir samkomunni.

Kaffiveitingar í boði Sæmundar.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.