Flóamarkaður í Skálanum

Á morgun, föstudaginn 26. nóvember, halda nemendur 10. bekkja Vallaskóla flóamarkað í Tryggvaskála á Selfossi.

Margt eigulegra muna verður á boðstólum og allt á mjög hóflegu verði. Einnig verða heimabakaðar kökur og annað ljúfmeti til sölu.

Flóamarkaðurinn er aðal fjáröflun nemendanna fyrir vorferðalag 2011, en þau þurfa að standa straum af öllum kostnaði við ferðina sjálf.

Opið verður frá kl. 13:00 til 18:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Posi verður á staðnum.