Fjórir kórar á Aðventutónleikum í Víkurkirkju

Frá æfingunni. Ljósmynd/Þórir Kjartansson

Sunnudaginn 7. desember verða haldnir hátíðarlegir Aðventutónleikar Mýrdælinga.

Tveir kórstjórar, Alexandra Chernyshova og Anna Björnsdóttir sameina krafta sína ásamt einsöngvurum, hljóðfæraleikurum, sönghópum, tónlistarkennurum og nemendum Tónskóla Mýrdalshrepps í Vík.

Á efnisskrá eru fjölbreytt og þekkt jólalög í flutningi Syngjandi fjölskyldu, stúlknakórs Syngjandi alda, gítarhóps tónskólans, kammerkórs Tónskóla Mýrdalshrepps og kórs eldri borgara Syngjandi.

Aðventutónleikarnir byrja kl. 17:00 og standa í rúma klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hver veit – kannski kemur jólasveinninn í heimsókn?

Fyrri grein„Björgunarsveitirnar eru bestar“
Næsta greinFékk blessun frá Frostrós fyrir nýjasta lagið