Fjórar sýningar opna í Listasafni Árnesinga

Verk Ingunnar Fjólu.

Fjórar sýningar opna laugardaginn 5. febrúar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og standa þær allar til 22. maí næstkomandi.

Í þessum ólíku en þó samhljóma sýningum er yfirborðið ekki sem sýnist. Hver og einn þessara listamanna kannar á sinn hátt mörk þess hvernig við skynjum yfirborðið, það er staðinn þar sem líkamar okkar enda og heimurinn hefst.

◊ Í Hringrás (salur 2) vinnur Þórdís Erla Zoega á yfirborðinu með nánd, samhverfu og jafnvægi. Hins­ vegar er eðli þessa „yfirborðs“ margslungið bæði efnislega og myndrænt séð. Með notkun sérstakrar litbreytifilmu, gerir Þórdís áhorfendur meðvitaða um skynjun sína í rýminu og um líðandi stund; hún býður áhorfendum að verða eitt með skynjuninni, að verða skynjun sín, bæði innan sjónar­ og snertiskyns.

◊ Magnús Helgason virðist vinna skýrt gegn því að ramma hluti inn, en býr engu að síður með verkum sínum til ákveðna umgjörð, líkt og verk hans séu íhugun um mörk —mörk þess að tilheyra, mörk þess að vera. Í Rólon (salur 3) eru verkin eins og „stjörnukerfi“ sem haldið er saman með örfínum, gegnsæjum línum, úr efni sem á sama tíma endurgerir og endurstillir skynjun áhorfandans.

◊ Í Þú ert kveikjan (salur 1) leiðir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir áhorfendur að fyrirbærafræði málverksins, þar sem málverkið er á sama tíma hugmynd og upplifun sem áhorfendur taka virkan þátt í, þó ekki með því að taka sér sjálfir pensil í hönd og heldur ekki sem passífir neytendur mynda. Ný gerð af málverkinu kemur fram og leggur meira til en skynjun sem einungis hverfist um sjónina. ◊ Líkt og ljóð sem ort er eftir kúnstarinnar reglum fylgja sýningarnar merkingu og reglum á sama tíma og líta má á þær sem tilraun til að afbyggja þessar sömu reglur. Þannig eiga þær sammerkt að skapa einstakt rými sem mætir áhorfendum í gegnum skynjunina. Á sýningunum er að finna rými fyrir hug­ myndir, rými fyrir tengingu, rými til hugsunar, ímyndunar, athygli og fyrir drauma. Ljóðin sem finna má í sýningarskránni ljá þessu rými enn frekari merkingu, bjóða upp á þátttöku í innri myndheimi í samspili við umheiminn.

◊  Í sal 4 mun myndlistar­ og tónlistarkonan Lóa H. Hjálmtýsdóttir kynna BuxnadragtBuxnadragt er sýning á málverkum, myndasögum, þrívíðum verkum og bókum þar sem Lóa leitast við að svara spurningunni: Hvernig er hægt að vera stórkostlegt sköpunar­ verk en á sama tíma svona hallærisleg manneskja? Buxna­ dragtin, kvenkynsútgáfan af klassískum jakkafötum karla, er sett fram sem tákn um þá trú mann­ eskjunnar, sem henni klæðist, að hún hafi stjórn á raunveruleikanum. Líkt og feminískt ævintýri falla málverk af hinum ýmsu konum í hversdagslegum senum saman eins og púsluspil. Sýningin mun vaxa eftir því sem á líður sýningartímann með vinnustof­um sem listakonan heldur.

Sýningarstjóri er Erin Honeycutt.

loaboratorium.com

ingunnfjola.net

thordiserlazoega.is

magnushelgason.com

Fyrri greinMiðflokkurinn og Sjálfstæðir bjóða fram í Árborg
Næsta greinBanaslys austan við Kirkjubæjarklaustur