Fjör í Flóa um næstu helgi

Ljósmynd/Aðsend

Hin árlega fjölskyldu- og menningarhátíð í Flóahreppi, Fjör í Flóa, verður haldin verður helgina 30. til 31. maí.

Hátíðin byrjar á föstudegi, þar sem fyrirtæki og fjölskyldur í Flóahreppi bjóða gesti velkomna á opin hús. Á föstudagskvöldi verður svo hin geysivinsæla fjölskyldu kvöldganga. Þetta árið verður gengið frá Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi og fræðst um svæðið. Eftir gönguna verður göngugörpum boðið í brekkusöng og hressingu á kakóbarnum.

Ljósmynd/Aðsend

Laugardaginn 31. maí hefst hátíðin í Þingborg kl. 12 en þar verður skemmtileg og fjölbreytt dagskrá þar sem kvenfélögin í Flóahreppi verða með hinn margrómaða kökubasar, vöfflukaffi og fatamarkað. Ungmennafélagið Þjótandi, ásamt íþrótta-, æskulýðs- og menningarnefnd Flóahrepps, bjóða upp á fjölbreytta barna- og fjölskyldudagskrá þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Vélasýningin verður glæsileg að vanda. Ferguson félagið sýnir eldri vélar og einnig verður sölusýning á nýjum vélum. Flóakorn sýnir kornskurðarvél félagsins. Sölubásar, englasýning, saumavélasýning, lifandi tónlist, smádýr, skemmtiatriði og þjóðdansar. Hin geysivinsæla kökuskreytingarkeppni verður á sínum stað. Einnig verður hjólarallý og margt fleira.

Það eru íþrótta-, æskulýðs- og menningarnefnd Flóahrepps, kvenfélögin og Ungmennafélagið Þjótandi sem standa að hátíðinni og allar upplýsingar um hana má finna á Facebook.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinGrýlupottahlaup 5/2025 – Úrslit
Næsta greinÍslenskt landeldi eftirsótt á heimsvísu