Fjölskyldusmiðja á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta, 19. apríl er dagskrá í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þar sem boðið verður upp á litríka og sumarlega listasmiðju kl. 16:00-18:00.

Þar er börnum og fullorðnum leiðbeint við gerð origami-fugla eða forvitnilegar mósaíkgrímur. Allt efni á staðnum og ókeypis þátttaka.

Listasafn Árnesinga er staðsett í Hveragerði og rekið af öllum sveitarfélögunum í Árnessýslu. Það er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18 en frá og með 1. maí er það opið daglega.

Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 2/2018 – Úrslit
Næsta greinFangi strauk af Sogni