Fjölskylduleikur á Listasafninu

Íslenski safnadagurinn er í dag og af því tilefni verður boðið upp á léttar fjölskylduþrautir á Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Til þess að vekja athygli á fjölbreyttri safnastarfsemi í landinu hefur annar sunnudagur í júlí verið tilnefndur íslenski safnadagurinn og áherslan lögð á söfnin sem vænlegan áfangastað fyrir fjölskylduna.

Listasafn Árnesinga tekur þátt í íslenska safnadeginum og býður fjölskyldunni að glíma við léttar þrautir á núverandi sýningu; Að þekkjast þekkinguna.

Klukkan 15 verður jafnframt boðið upp á leiðsögn og sýningarspjall í fylgd Ingu Jónsdóttur safnstjóra. Hún mun ræða um verkin og hvetja gesti til samræðu um þau.

Á sýningunni má sjá verk fimmtán samtímalistamanna sem allir takast á við samtímaviðfangsefni. Þeir nálgast viðfangsefnið á margslungna vegu og verkin fjalla í senn um miðlun þekkingar og aðgengi að henni, aðferðafræði myndlistarmannsins við þekkingarsköpun sem og eðli og mismunandi tegundir þekkingar í samfélaginu.

Nánari upplýsingar á www.listasafnarnesinga.is

Fyrri greinEldur í bíl á Selfossi
Næsta greinRætt um Ólaf Jóhann í dag