Fjölskylduhátíð í Listasafninu

Fjölskylduhátíðin Leitin að jafnvæginu verður haldin á sumardaginn fyrsta, 23. apríl kl. 15-17, í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Gestum stendur til boða fjölskyldusmiðja undir leiðsögn Ásthildar Jónsdóttur sýningastjóra og lektors við Listaháskóla Ísland.

Í kjölfar yfirferðar um sýninguna Ákall gefst gestum tækifæri til að vinna mandölur úr náttúrulegum efnum og fundnum hlutum. Mandala grundvallast á hringformi og margþættum munstrum því tengdu.

Síðasti sýningardagur Ákalls er sunnudaginn 26. apríl. Eftir það verður safnið lokað í þrjár vikur m.a. vegna viðgerða. Ný sýning Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur, Geymar, verður opnuð laugardaginn 16. maí kl. 14.

Allir eru velkomnir í Listasafnið og aðgangseyrir er enginn.

Fyrri greinJón Daði með þrennu á fimm mín­út­um
Næsta greinGleðilegt sumar!