Fjölbreytt sýning hjá Elfari Guðna

Elfar Guðni Þórðarson, myndlistarmaður á Stokkseyri, opnaði í dag sýningu í Gallerí Svartakletti í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.

Á sýningunni eru meðal annars myndir málaðar á masonit, olíuverk á striga, mósaíkverk unnin með blandaðri tækni og ljósmyndir sem Elfar hefur tekið í Stokkseyrarfjöru.

Sýningin verður opin frá föstudegi til sunnudags næstu vikur en henni lýkur á sjómannadaginn, þann 1. júní.

Fyrri greinStjarnan hafði betur í fyrsta leik einvígisins
Næsta greinArna Ír: Það þarf heilt samfélag til að skapa góðan skóla