Fjölbreytt og mögnuð dagskrá rithöfunda

Pétur Gunnarsson, Bjarki Karlsson, Oddný Eir og Þórður í Skógum eru meðal þeirra sem koma fram á fjölbreytilegri og magnaðri dagskrá Bókakaffisins í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. desember.

Húsið verður opnað klukkan og átta og upplestur hefst stundvíslega klukkan hálfníu. Þrátt fyrir að lesarar séu margir stendur dagskráin aðeins í klukkustund eða til hálftíu. Aðgangur er ókeypis.

Undanfarin fimmtudagskvöld hefur verið afar notaleg stemmning í Bókakaffinu þar sem fjölmargir hafa hlýtt á upplestur og notið samveru. Kakókannan gengur á milli og eftir að lestri er lokið blanda rithöfundar geði við gesti og árita bækur.

Lesarar í kvöld eru eftirtaldir:

Bjarki Bjarnason: Ástríður – ljóð um Gísla Brynjúlfsson

Bjarki Karlsson: Árleysi árs og alda

Emil Hjörvar Petersen: Níðhöggur, lokabindi í Sögu eftirlifenda

Guðmundur S. Brynjólfsson: Gosbrunnurinn

Oddný Eir Ævarsdóttir: Ástarmeistarinn

Pétur Gunnarsson: Veraldarsaga mín

Þorsteinn Antonsson: Elíasarmál

Þórður Tómasson: Veðurfræði Eyfellings

Fyrri greinHelgi Haralds: Svona gerir maður ekki
Næsta greinÞrír þátttakendur verðlaunaðir