Fjölbreytt dagskrá í jarðvangsviku

Jarðvangsvika Kötlu Geopark stendur yfir þessa dagana. Þetta er í annað skipti sem vikan er haldin en markmið er að bjóða upp á spennandi viðburði sem endurspegla mannlífið innan svæðisins.

Margir viðburðir eru á dagskrá alla vikuna og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er á dagskrá er; listasýningar, opin vinnustofa, heimboð á sveitabæ, göngu- og fræðsluferðir fyrir alla fjölskyldumeðlimi, vönduð málþing og dagskrá í tilefni af 250 ára fæðingarafmælis Sveins Pálssonar.

Dagskrána í heild sinni er að finna inn á vefsíðu jarðvangsins.